Fara í efni

SAGA3AM05 - Miðausturlandasaga

Undanfari : SAGA2SÍ05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Fjallað er um tilurð ríkja í Miðausturlöndum eftir fyrri heimsstyrjöld og aðkomu Evrópuríkja og Bandaríkjanna að málefnum þessa heimshluta. Þá er fjallað um íslam, upphaf, þróun og sögu þessara trúarbragða og samspil við stjórnmál í gegnum tíðina. Þá verða kannaðar orsakir fyrir deilum Ísraela og Palestínuaraba og ljósi varpað á stöðuna eins og hún blasir við nú um stundir. Staða kvenna í Miðausturlöndum verður sérstaklega skoðuð og jafnframt hugað að málefnum múslimskra kvenna í Evrópu í dag. Þá verða kannaðar ástæður fyrir uppgangi ýmissa “herskárra” hópa í Miðausturlöndum og hugað að fyrirbærinu ”íslamsvæðing” í Evrópu og víðar. Þá verða skoðaðar helstu ástæður fyrir árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 og svar þeirra við þeim. Að lokum verður fjallað um stöðu Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum í dag. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Getum við bætt efni síðunnar?