Fara í efni

SAGA3EM05 - Menningarsaga

Undanfari : SAGA2SÍ05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Í þessum áfanga eru valin tímabil og svið í menningarsögu Evrópu tekin til skoðunar í ljósi ýmissa þátta, t.d. myndlistar, byggingarsögu, bókmennta, heimspeki, hugarfars og félagsgerðar samfélaga. Nemandinn kynnir sér nokkra frumtexta, skoðar samtímamyndefni ásamt því að tileinka sér fræðilega og listræna umfjöllun um efnið. Einnig verður nemandinn þjálfaður í heimildarýni af ýmsu tagi, rökhugsun og sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
Getum við bætt efni síðunnar?