SÁLF2SD05 - Sálfræði daglegs lífs
Í boði
: Ekki alltaf
Lýsing
Áfangalýsing:
Í áfanganum læra nemendur aðferðir sálfræðinnar til þess að takast á við eigin líðan. Fjallað verður um hvernig hægt er að hafa áhrif á eigin hugsanir og tengsl þeirra við líðan. Nemendum eru kenndar leiðir til sjálfstyrkingar og hvernig hægt er að takast á við kvíða og streitu. Nemendur gera verkefni í anda jákvæðrar sálfræði, þjálfast í núveitundaræfingum og slökun. Einnig verður komið inn á samskipti og samskiptahæfni. Þá verða uppbyggilegar samskiptaleiðir kynntar fyrir nemendum ásamt því að þeim kenndar leiðir til þess að byggja upp sjálfstraust.
Markmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Hugsanaskekkjum
- Hvernig þættir í eigin hegðun og umhverfi hafa áhrif á líðan
- Mismunandi leiðir til samskipta og að leysa ágreining á uppbyggilegan hátt
- Aðferðir til þess að koma í veg fyrir streitu og bæta líðan með núvitundaræfingum og sálfræðilegum aðferðum og heilbrigðu lífi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Meta eigið streituástand og sjálfstraust
- Finna út hvaða áhrif lífstíll hefur á líðan
- Endumeta hugsanir og tilfinningar sem hafa neikvæð áhrif á líðan
- Iðka hugrækt eins og slökun og núvitund
- Meta hvaða samskiptaleiðir henta í mismunandi aðstæðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Hafa áhrif á eigin líðan með sálfræðilegum aðferðum
- Takast á við streitu og neikvæða líðan sem kann að koma upp í daglegu lífi
- Vera í jákvæðum samskiptum í einkalífi og starfi