Fara í efni

SÁLF2SÞ05 - Þroskasálfræði

Í boði : Alltaf

Lýsing

Áfanginn fjallar um þroskaferil manneskjunnar allt frá fæðingu til grafar. Sérstaklega er tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlum og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur æfa sig í að skoða eigin þroska út frá mismunandi þroskakenningum og greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu. Nemendur fá æfingu í að rökræða álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar eða starfslok. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda. Áhersla á að tengja verkefnin reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Getum við bætt efni síðunnar?