Fara í efni

SÁLF3FR05 - Félags- og persónuleikasálfræði

Undanfari : SÁLF2SÞ05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Fjallað er um félagssálfræði og helstu viðfangsefni hennar, m.a. staðalmyndir, fordóma, viðhorf, aðdráttarafl o.fl.. Jafnframt er fjallað um áhrif félagslegs umhverfis á hegðun, t.d. á hegðun stórra hópa, hjálpsemi og hlýðni við yfirvöld. Auk umfjöllunar um viðfangsefni félagssálfræði er fjallað um persónuleikasálfræði og það sem helst er vitað um einstaklingsmun. Áhersla er lögð á þjálfun vinnubragða hvað varðar sálfræðilegar rannsóknir og að nemendur geti sett niðurstöður rannsókna fram með skipulegum hætti í rannsóknarskýrslu.
Getum við bætt efni síðunnar?