Fara í efni

SÁLF3GG05 - Afbrigðasálfræði

Undanfari : SÁLF2SÞ05
Í boði : Ekki alltaf

Lýsing

Helstu umfjöllunarefni áfangans eru geðheilbrigði, geðrækt og algengustu flokkar geðrænna raskana. Fjallað verður um orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferðarúrræði. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andlegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Nemendur kynnast leiðum til að verjast streitu og taka á afleiðingum hennar. Leitast verður við að draga úr ranghugmyndum og fordómum um fólk með geðraskanir. Áhersla á að auka víðsýni nemanda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Getum við bætt efni síðunnar?