SIÐF1SÁ05 - Siðfræði heilbrigðisstétta
Í boði
: Vor
Lýsing
Í þessum áfanga er lögð áhersla á hugmyndafræði og gildi sem liggja samskiptum fagfólks til grundvallar. Fjallað verður lítillega um helstu kenningar í sögu siðfræðinnar og farið verður í ákveðin grunnhugtök úr siðfræði heilbrigðisþjónustunnar t.d. sjálfræði, velferð, faglegt forræði, skyldur fagfólks og réttindi skjólstæðinga. Áhersla er lögð á siðfræði heilbrigðisþjónustu og samskipti skjólstæðinga og heilbrigðisstétta. Siðareglur þessara fagstétta skoðaðar sem og álitamál siðfræðinnar. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda og auka víðsýni hans og rökhugsun.
Einingar: 5