SMÍÐ2NH05 - Handavinna málmiðna 2
Undanfari : SMÍÐ1NH05
Í boði
: Vor
Lýsing
Nemandinn fær almenna kynningu á umhverfi á málmsmíðaverkstæði ásamt helstu umgengnis- og öryggisreglum. Þá er farið yfir meðferð og notkun helstu mælitækja, handverkfæra og einföldustu tækja til smíða sem notuð eru í málmiðnaði. Unnið er að verkefnum þar sem nemandinn les vinnuteikningar, fær þjálfun í að mæla, merkja, saga, sverfa, bora, snitta, slípa, o.s.frv. Jafnframt lærir nemandinn að nota handbækur og töflur. Lögð er áhersla á að nemandinn kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja, borvéla og fræsivéla og læri umhirðu véla og verkfæra sem hann vinnur með. Nemandinn öðlast nægilega færni til að leysa einföld verkefni í rennibekk innan 0,1 mm málvika. Farið er yfir grunnþætti í þunnplötusmíði, helstu verkfæri og vélar, þannig að nemandinn geti smíðað einfalda hluti. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað, þar sem rík áhersla er lögð á umgengni við vélar og verkfæri sem unnið er með.
Einingar: 5