Fara í efni

SMÍÐ3PS05 - Handavinna málmiðna 5

Undanfari : SMÍÐ3SS05
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur kynna sér hina ýmsu vinnustaði sem starfa á sviði málmiðnaðar. Nemendur læra að vinna samkvæmt teikningum og meta hvernig best er að vinna verkið með tilliti til kostnaðar, öryggis, efnisvals og gæða. Nemendur vinna í sumum tilfellum samkvæmt eigin teikningu og meta hvernig best er að vinna fyrirfram ákveðið verk, þá er hlutur mældur, rissaður og síðan gerð vönduð vinnuteikning. Farið er yfir meðferð, umhirðu og öryggisþætti allra véla og tækja sem koma að vinnu nemenda, sem og aðra almenna öryggisþættir á verkstæðinu. Nemendur þjálfast í hópstarfi og samvinnu um smíðaverkefni. Nemendur samhæfa þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum.
Getum við bætt efni síðunnar?