SMÍÐ3SS05 - Handavinna málmiðna 3
Undanfari : SMÍÐ2NH05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn hljóti aukna þjálfun í smíði eftir teikningum. Áhersla er lögð á notkun verkstæðisvéla s.s. rennibekkja, fræsivéla, borvéla, niðurefnunarvéla o.fl., meðferð og umhirðu þeirra. Nemandinn lærir að slípa bora og spónskurðarverkfæri, sem hann þarf að nota við smíðina, sem og að nota handbækur og töflur. Áhersla er á að nemandinn öðlist nægilega færni til að leysa tiltölulega einföld verkefni í rennibekk og fræsivél, innan 0,1 mm málvika. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað, þar sem rík áhersla er lögð á umgengni við vélar og verkfæri sem unnið er með.
Einingar: 5