Fara í efni

SMÍÐ3VV05 - Vélavinna

Undanfari : SMÍÐ2NH05
Í boði : Vor

Lýsing

Aukin áhersla lögð á verkefni sem krefjast fjölbreyttrar notkunar verkstæðisvéla og sjálfstæðari vinnubragða. Aukin notkun teikninga og lestur þeirra, sem og notkun handbóka og taflna. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað. Nemendur læra m.a. að finna réttar deilingar í deili, reikna einfaldan vinnslutíma og finna færslur samkvæmt töflum. Nemendur vinna eftir eigin verkáætlun við lausn verka. Þá skulu nemendur læra að meðhöndla og beita þeim mælitækjum sem algengust eru í málmiðnaði og geta unnið almenna spóntökuvinnu innan 0,02 mm málvika.
Getum við bætt efni síðunnar?