SMÍV2RE05A - Smíði og hönnun rafeindarása
Í boði
: Haust
Lýsing
Í þessum áfanga er lögð áhersla á hönnun og smíði rafeindarása til að taka við boðum og stýra ytri búnaði. Kennd er hönnun og smíði samsettra rafeindarása og veitt innsýn í eðlisfræði íhluta. Smíðaðar eru einingar til að taka við merkjum frá skynjurum og til aflstýringar á orkufrekum tækjum. Farið er í uppröðun og tengingar á tilbúnum iðnaðarreglunareiningum á DIN skinnu og gengið frá kassa með búnaði á DIN skinnu í samræmi við staðla og ákvæði reglugerða. Farið er í fínlóðningar með yfirborðsásetta íhluti (SMD) og kennd tækni við að skipta út íhlutum með mörgum tengingum. Farið er í kynnisferðir í framleiðslufyrirtæki. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og notkun hermiforrita.
Einingar: 5