Fara í efni

SMÍV3RE05B - Smíði og hönnun rafeindarása

Undanfari : SMÍV2RE05A
Í boði : Vor

Lýsing

Þessum áfanga lýkur með sveinsprófi. Hér velja nemendur sér verkefni við hæfi og hanna og smíða rafeindatæki sem hefur tiltekið hlutverk. Nemendur geta stuðst við hönnun annara hvort heldur sem er af neti, bókum eða tímaritum. Nemendur hanna heildarrrásina, kanna virkni í hermiforriti, hanna prentplötu, prenta, æta eða fræsa plötuna. Íhlutir lóðaðir á plötuna, rásin prófuð og sannreynd. Rásin þarf kassa sem nemandi smíðar úr áli, blikki eða plasti með 3D prentun. Nemendur stúdera jafnframt virkni rásarinnar og skulu geta útskýrt virkni hennar. Val á verkefni er í samvinnu við kennara og sveinsprófsnefnd. Valið miðast við vinnutíma bak við 5 einingar en æskilegt er að nemendur sýni metnað í vinnubrögðum.
Getum við bætt efni síðunnar?