SPÆN1RL05 - Grunnáfangi í spænsku
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Byrjunaráfangi þar sem megináhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemandinn er markvisst þjálfaður í lesskilningi á hagnýtum orðaforða til að geta lesið og skilið einfaldan texta um kunnugleg efni. Lögð er áhersla á lesskilningsþjálfun s.s. tal, hlustun og ritun, með það að markmiði að nemandi verði sjálfbjarga við sérstakar aðstæður og geti spurt og svarað einföldum spurningum. Áhersla er lögð á réttan framburð, markvissa og reglulega uppbyggingu orðaforða og grunnatriði málnotkunar. Menning spænskumælandi landa er fléttuð inn í áfangann. Gagnkvæm virðing og umhyggja er höfð að leiðarljósi í kennslutímum. Áfanginn krefst þess að nemandinn geri sér grein fyrir eigin ábyrgð á náminu og sýni sjálfstæð vinnubrögð og nemendum er kennt að nota upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í áfanganum.
Einingar: 5