SPÆN1RS05 - Lokaáfangi í spænsku
Undanfari : SPÆN1HT05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Lokaáfangi þar sem virki orðaforðinn er notaður markvisst í tjáningu og aukið við hann. Haldið er áfram að vinna með framburð, skilning og tjáningu, þar sem tal, hlustun og ritun verða umfangsmeiri og flóknari. Enn meiri áhersla verður lögð á að tjá sig skriflega og munnlega um ýmis efni með hagnýtum orðaforða. Nemandinn öðlast dýpri þekkingu á tungumálinu og ýmsum afbrigðum þess. Nemandanum er gert að tileinka sér nýjan orðaforða sem nýtist í að tjá sig, eiga samtöl og vera sjálfbjarga við sérstakar aðstæður. Saga spænskumælandi landa skoðuð með sérstöku tilliti til lýðræðis og mannréttinda. Auknar kröfur um eigin ábyrgð á náminu og sjálfstæð vinnubrögð eru meðal lykilþátta áfangans. Nemandanum er kennt að nýta sér upplýsingatækni og önnur hjálpargögn í náminu.
Einingar: 5