Fara í efni

STÆF1BP05 - Stærðfræðigrunnur 1

Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum er leitast við að nemandinn tileinki sér forgangsröð aðgerða, undirstöðuatriði í bókstafareikningi, einfaldan jöfnureikning, að liða og þátta, vinna með veldi og rætur og reikna hlutföll og prósentur. Áhersla verður lögð á að efla rökhugsun með því að takast á við hagnýt stærðfræðiverkefni sem byggja á raunverulegum dæmum úr lífi nemandans. Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði, að hann fái jákvæða mynd af stærðfræði, getu sinni til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni og öðlist aukið sjálfstraust og vilja til að ná markmiðum sínum.
Getum við bætt efni síðunnar?