Fara í efni

STÆF2JG05 - Fjármál

Undanfari : 5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
Í boði : Vor

Lýsing

Farið í gegnum helstu hugtök sem varða fjármál og fjármálalæsi. Nokkuð fjallað um helstu tegundir verðbréfa og verðbréfamarkaði. Hugtökin nafnvextir, forvextir, raunvextir, fórnarvextir og virkir vextir kynnt og formúlur til að reikna viðkomandi stærðir. Farið er í núvirði og framtíðarvirði, jafngreiðsluraðir og jafngreiðslulán. Aðferðir við verðtryggingu útskýrðar. Fjallað um gengi verðbréfa og afföll og gengisútreikninga á erlendum gjaldmiðlum. Útreikningar með vasareikni og töflureikni æfðir.
Getum við bætt efni síðunnar?