STÆF2LT05 - Líkindareikningur og lýsandi tölfræði
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Fjallað er um aðferðir til að greina töluleg gögn þannig að þær upplýsingar sem í þeim felast verði aðgengilegar. Fjallað er um tíðnitöflur, myndræna framsetningu upplýsinga, mælingar á miðsækni og dreifingu og um fylgni. Farið er yfir undirstöðuatriði talningafræði og líkindareiknings og kynntar aðferðir og reglur sem nýtast til að telja valkosti og leysa mismunandi líkindadæmi. Rætt er um tvíkostadreifingu og normlega dreifingu og notagildi þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
Einingar: 5