Fara í efni

STÆF3ÖT05 - Ályktunartölfræði

Undanfari : STÆF2LT05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Fjallað er um nokkrar aðferðir sem notaðar eru til að draga tölfræðilegar ályktanir. Nánar tiltekið verður rætt um notkun normaldreifinga og t-dreifinga til að finna öryggisbil og prófa tilgátur. Jafnframt er kynnt notkun kí-kvaðrat prófunar (Chi-square), dreifigreiningar og aðhvarfsgreiningar. Vinna einkennist af einstaklings- og samvinnuverkefnum. Verkefni eru að hluta unnin með aðstoð vasareikna og nemendur fá að kynnast því hvernig nota má tölvuforrit og/eða töflureikni til að leysa dæmi eins og þau sem unnið er með í áfanganum. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
Getum við bætt efni síðunnar?