Fara í efni

STJR3ÁS01 - Neyðarstjórnun

Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur öðlast þekkingu á áhættu- og öryggisstjórnun til þess að þeir geti við afbrigðilegar aðstæður eða skyndileg atvik, sem geta verið skipi, áhöfn og farþegum hættuleg, tekist á við þær aðstæður með skipulögðum hætti. Lögð er áhersla á þætti sem tengjast öryggisstjórnun, gerð neyðaráætlana og ráðstafanir til að tryggja sem best öryggi áhafnar og farþega til samræmis við alþjóðlegar kröfur. Nemendum eru kynnt viðbrögð og verklagsreglur er taka til afbrigðilegra aðstæðna og viðbrögð við hættuástandi auk þess sem fjallað er um hlutverkaskipan áhafnar samkvæmt neyðaráætlun eða viðbragðsáætlun og um þjálfun áhafnar.
Getum við bætt efni síðunnar?