Fara í efni

STJR4VM05 - Stjórnun - framhald

Í boði : Vor

Lýsing

Viðfangsefni áfangans miða að því að veita nemandanum innsýn í, þekkingu og þjálfun í helstu viðfangsefni stjórnenda. Farið verður í helstu hugmyndir um gæðastjórnun, þróun gæðastjórnunar og hvernig hægt sé að vinna að aukinni gæðavitund og betri gæðastjórnun í rekstri. Fjallað um hlutverk góðrar mannauðsstjórnunar frá ráðningu til starfsloka. Fjallað um hvaða áhrif mismunandi þjóðmenning hefur á verkefni stjórnenda fyrirtækja. Unnið er með breytingastjórnun og hvernig hægt er að vinna farsællega með stafsmönnum að breytingum, þeim og rekstrinum til hagsbóta. Nemendur æfast í verkefnastjórnun og læra um mikilvægi góðrar skipulagningar og áætlunar á verki. Nemendur kynnast frumkvöðlastjórnun og mikilvægi nýsköpunar og umbóta í fyrirtækjarekstri. Farið verður yfir hlutverk stjórnenda m.t.t. samfélaglegrar ábyrgðar fyrirtækja og ábyrgð á umhverfi sínu.
Getum við bætt efni síðunnar?