STTV3RE05B - Stýritækni og forritun
Undanfari : STTV2RE05A
Í boði
: Vor
Lýsing
Þessi áfangi er í beinu framhaldi af STTV2RE05AR og í honum er farið dýpra í forritun í þriðja kynslóðar forritunarmáli. Farið er dýpra í fylki og föll ásamt því að fjallað er um flóknari gagnatög eins og klasa. Lögð er áhersla á forritun fyrir stýritölvur og að vinna verkefni sem fela í sér hverskonar sjálfvirkni. Nemendur læra að nota vefþjónustur til að geyma gögn sem safnað er af smátölvum og skrifa eða stilla nauðsynleg forrit til þess eftir þörfum. Einnig kynnast nemendur hvernig hægt er að nota netþjónustur og tilbúinn búnað til að koma stýriboðum heimshorna á milli. Það sem kallað er Internet hlutana (Internet Of Things) Þessi áfangi er samofin MEKV3RE05BR í Rafeindavélfræði (Mekatrónik 6) og miðast verkefni við það.
Einingar: 5