Fara í efni

TEIV2BT05 - Teikningar og verklýsingar II

Í boði : Haust

Lýsing

Nemendinn fær þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga með áherslu á timburhús og þakvirki. Fjallað er um almenna byggingauppdrætti en samhliða koma einnig burðarvirkisuppdrættir þar sem meðal annars er komið inn á ýmiskonar álag á byggingar. Fjallað er um algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur og verklýsingar með tilliti til efniskrafna og einangrunar. Nemendinn kynnist mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og fær þjálfun í gerð efnislista á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara.
Getum við bætt efni síðunnar?