TEIV3ÞT05 - Teiknivinna húsasmiða II
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum lærir nemandinn aðferðir til að finna út raunstærðir mismunandi byggingahluta út frá tvívíðum teikningum og verklýsingum. Nemandinn lærir um þök, þakvirki og sperrusnið, tréstiga og tröppur ásamt steypumótum. Mikilvægt er að nemandinn vinni áfangann jafnhliða lokaverkefni í húsasmíði, þar sem unnin verða svipuð eða samskonar verkefni. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu og hafi aðstöðu til að prenta út vinnuteikningar í fullri stærð til notkunar í öðrum áföngum. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu.
Einingar: 5