Fara í efni

ÞÝSK1HT05 - Framhaldsáfangi í þýsku

Undanfari : ÞÝSK1RL05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Framhaldsáfangi þar sem áframhaldandi áhersla er lögð á að nemandinn bæti við undirstöðuatriði tungumálsins. Þjálfun í lesskilningi aukin ásamt dýpkun á samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Markvisst er bætt við orðaforða og málnotkun aukin, þar sem áhersla er lögð á réttan framburð og skilning þannig að nemandi m.a. lesið og skilið stutta texta, tjáð sig skriflega og munnlega um efni sem tengjast athöfnum daglegs lífs. Hluti námsins er kynning á siðvenjum þýskumælandi landa með sérstöku tilliti til jafnréttis og sköpunar. Áhersla er lögð á frumkvæði nemandans og að hann beri ábyrgð á eigin námi.
Getum við bætt efni síðunnar?