Fara í efni

TRÉS1AB01 - Véltrésmíði

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í véltrésmíði. Fjallað er um algengustu trésmíðavélar sem notaðar eru í tré- og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og umhirðu. Farið er yfir grunnatriði við vinnslu á gegnheilum viði, stillingar, fyrirbyggjandi viðhald, hlífar, hjálpartæki og notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Lögð er áhersla á líkamsbeitingu og öryggismál um umgengni við tæki og búnað.
Getum við bætt efni síðunnar?