TRÉS1SL06 - Trésmíði 1
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og trésmíðavéla. Nemandinn kynnist ýmsum trésamsetningum, aðferðum við límingar, pússningu og meðferð yfirborðsefna. Nemandinn lærir að nota hefilbekki og stilla þá m.t.t. vinnustellinga og mismunandi verka og fær þjálfun í að nota áhöld til mælinga og uppmerkinga. Nemandinn fær fræðslu um öryggismál á trésmíðaverkstæðum og hættur sem leynast á vinnusvæðinu. Áhersla er lögð á að nemandinn læri hvernig ganga skuli um tæki og vélar og að nota nauðsynlegar persónu- og öryggishlífar.
Einingar: 6