Fara í efni

TRÉS3SH03 - Tréstigar

Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn um smíði tréstiga innanhúss með áherslu á algengustu útfærslur þeirra, samsetningar og smíði. Nemandinn lærir að búa til skapalón í fullri stærð eftir teikningum og hvernig þau eru notuð til að smíða þrep, stigakjálka og stigahandrið. Nemandinn fær þjálfun í að smíða tréstiga eða einstaka hluta þeirra í smækkaðri mynd og notar til þess hefðbundin verkfæri og algengar trésmíðavélar. Áfanginn er ætlaður bæði húsa– og húsgagnasmiðum.
Getum við bætt efni síðunnar?