Fara í efni

TSVÉ2FT02 - Tölvustýrðar trésmíðavélar

Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í virkni og notkun tölvustýrðra trésmíðavéla með áherslu á sambandið milli tölvuteikninga (CAD), færsluskipana (CAM) og framleiðslu (CNC). Fjallað er um helstu hugtök sem tengjast notkun tölva í framleiðsluumhverfi, stafræna stýringu og forritun CNC-véla. Áherslan er á uppbyggingu CNC-forrita og hvernig nota má þau til að einfalda vinnu á trésmíðaverkstæðum. Nemandinn öðlast einnig þekkingu í öryggismálum varðandi umgengni við tölvustýrðar vélar. Áfanginn er ætlaður nemendum í húsa– og húsgagnasmíðum og er að mestu leiti bóklegur þar sem nemandinn kynnist algengustu viðmótum tölvustýrðra trésmíðavéla hérlendis.
Getum við bætt efni síðunnar?