UPPE2FF05 - Viðburðastjórnun, tómstunda- og félagsmálafræði
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum er fjallað um tómstundastarf, félagsmál og viðburði. Lögð er áhersla á að nemandinn kynnist fjölbreyttu starfi sem viðkemur skipulagningu hverskonar viðburða og tómstundastarfs. Kynntar eru helstu gerðir áætlana s.s. fjárhags- og aðgerðaráætlanir ásamt lögum og reglum sem gilda hverju sinni um viðburði og tómstunda- og félagsmálastarf. Nemandinn fær kynningu á tækni sem nýtist við viðburði og skýrslugerð. Með öflugu tómstunda- og félagsmálastarfi er lagður grunnur að menningar- og uppeldishlutverki sem getur skapað tækifæri og þekkingu. Tómstundir og félagsmál þarf að miða við samfélagið og þær breytingar sem verða á því hverju sinni. Gott félagslíf og tómstundir stuðla að forvörnum og því er mikilvægt að miða undirbúning og þátttöku að skemmtun án vímuefna. Í góðu félags-og tómstundastarfi er lagður grunnur að góðu samfélagi, samvinnu, rökhugsun, ábyrgð og víðsýni.
Einingar: 5