UPPE2UK05 - Saga, samskipti og skóli
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á kynningu á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði, fjallað um sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi mismunandi viðhorfa til uppeldis og menntunar í Evrópu síðustu aldir. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Þeirra á meðal eru Rousseau, Vygotsky, Fröbel, Margrét Pála, Montessori og Dewey. Nemendur læra um þroskaferil barna og unglinga, áherslur á þróun sjálfsins, vitsmuna-, siðgæðis- og félagsþroska. Má þar nefna Piaget, Freud, Kohlberg og Selman. Fjallað verður um kynhlutverk og helstu birtingamyndir s.s. í fjölskyldum, fjölmiðlum, auglýsingum o.s.frv. Mikilvægi hreyfingar, næringar og svefns fyrir börn og unglinga. Samskipti og breytingar í lífi fjölskyldunnar eru skoðaðar og samskipti almennt t.d. í vinahópum, íþróttafélögum og skólum. Mikilvægt er að nemandinn fái þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum við að leita upplýsinga, vinna úr gögnum, kynna niðurstöður skriflega og/eða munnlega, einnig er lögð áhersla á samvinnu.
Einingar: 5