Fara í efni

UPPE3MU05 - Áhrifaþættir í uppeldi og skólastarfi

Í boði : Vor

Lýsing

Í áfanganum er farið í hvað einkennir uppeldismál á Íslandi og hlutverk leik-, grunn- og framhaldsskóla eins og þau koma fram í opinberum gögnum. Farið er yfir hugmyndafræði, markmiðssetningu og skipulag valinna uppeldis- og/eða menntunarstofnana. Nemandinn kynnir sér áhrifaþætti í uppeldi barna, s.s. listir, barnaheimspeki, fjölmiðla, tölvunotkun, ólíkar þroskahamlanir, áföll og kvíðavalda. Nemandinn kynnir sér lagalegan rétt barna, bæði á Íslandi og annarstaðar, hverjum beri að gæta réttinda þeirra og þær stofnanir sem fara með mál barna. Nemandinn kynnir sér merkingu uppeldisfræðilegra hugtaka s.s. greind, agi, klámvæðing, forvarnir og jafnrétti. Áhersla er lögð á sjálfstæði nemanda og samvinnu við skipulagningu og upplýsingaleit. Nemandi hefur nokkurt val um viðfangsefni og er ætlað að kynna niðurstöður verkefna sinna fyrir öðrum.
Getum við bætt efni síðunnar?