Fara í efni

VÉLF3VC04 - Vélfræði 3

Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur öðlast þekkingu og skilning á uppbyggingu á kötlum og búnaði sem þeim fylgir. Farið er yfir virkni katla og þau öryggisatriði sem nauðsynleg eru til að rekstur þeirra standist kröfur og sé sem öruggastur. Nemendur fá þjálfun í að reikna út nýtni, hitaflöt og loftþörf katla og þjálfast í að vinna úr niðurstöðum sem fást úr reykgreiningu. Nemendur öðlast þekkingu á gufu og eðli hennar, t.d. hvað átt er við með eimunarvarma, rökum eim, mettuðum eim og yfirhituðum eim.
Getum við bætt efni síðunnar?