VIÐS1VV05 - Íslensk stjórnskipan og réttarkerfi
Í boði
: Haust
Lýsing
Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Fjallað er um grundvallarhugtök og fræðikerfi lögfræðinnar, sérstaklega um hugtakið réttarheimild og allar helstu tegundir réttarheimilda sem beitt er í íslenskum rétti. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu s.s. reglur sem sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga. Einnig er fjallað um reglur sem varða kröfur og skuldbindingar. Áfanginn miðar að því að gefa nemandanum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði og að hann þekki helstu meginreglur hennar. Fjallað er um siðfræði með áherslu á viðskiptasiðfræði og sifja- og erfðarétt.
Einingar: 5