VIÐS2MS05 - Markaðsfræði
Í boði
: Haust
Lýsing
Kynnt eru grundvallarhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemandans á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild sem og neikvæðar afleiðingar þess. Leitast er við að nemandinn tileinki sér markaðslega hugsun, t.d. með því að skoða og tákngreina kynningarefni. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Nemandanum eru kynnt helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, samkeppnisgreiningu og vinnuferli við markaðssetningu. Sérstaklega er fjallað um breyttar áherslur í markaðssetningu með aukinni tækni. Æskilegt er að gefa nemandanum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtum kynningarverkefnum á því sviði í nærsamfélaginu.
Einingar: 5