VIÐS3SS05 - Frumkvöðlafræði
Í boði
: Vor
Lýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á sköpun og virka þátttöku nemanda. Hann þekki aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri og gert einfalda viðskiptaáætlun. Nemandinn stofnar, rekur og lokar fyrirtæki sem byggist á eigin viðskiptahugmynd og kynnist mikilvægi góðs undirbúnings og fjölbreyttra verkþátta við rekstur fyrirtækis. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta, að hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best.
Einingar: 5