Starfsþjálfun / Ferilbók
ATH! Hugtakið vinnustaðanám getur átt við annað hvort starfsþjálfun, þar sem nemandi er í launaðri vinnu og á ferilbók, og eiginlegt vinnustaðanám, sem er styttra nám á vinnustað sem skipulagt er af skóla og vinnustað í sameiningu (t.d. VINN- og VINS-áfangar).
Nemendur Verkmenntaskólans sem óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um HÉR. Þegar umsóknin er komin, fer skólinn yfir hana ogsamþykkir eða leitar eftir frekari upplýsingum ef þarf. Til að hægt sé að sækja um þarf nemandinn hafa meistara sem skráður er á birtingakrá. Sjúkra-og félagsliðar skulu hafa samband við sviðsstjóra (omar.kristinsson@vma.is) varðandi starfsþjálfun/ferilbók.
Nánari leiðbeiningar um ferilbók
Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila
Hæfnikröfur sem nemandi uppfyllir ræður tímalengd vinnustaðanáms. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en uppgefin tímamörk í námsbrautalýsingum viðkomandi greinar. Vinnustaðanámi telst lokið þegar hæfni nemanda er náð samkvæmt ferilbók.
Grunnreglan er áfram sú að nemendur sæki sitt vinnustaðanám undir handleiðslu meistara/tilsjónarmanns á vinnustað.
Í samningsleið er gerður samningur milli skóla, nemanda og iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar um vinnustaðanám nemandans samkvæmt hæfnikröfum ferilbókar. Ekki er skilyrði að einn vinnustaður taki að sér alla þætti ferilbókar. Tvö eða fleiri fyrirtæki geta skipt með sér verkþáttum ferilbókar og er námssamningur undirritaður í samræmi við það. Samningurinn er rafrænn og stofnaður og undirritaður í ferilbók.
Fyrirtæki sem bjóða upp á vinnustaðanám þurfa að vera skráð í birtingaskrá ferilbókar áður en gengið er frá samningi. Fyrirtæki sækir um aðgang að fyrirtækjahluta rafrænnar ferilbókar og stofnar umsókn til þess að geta tekið nemendur á samning. Sótt er um á vefnum ferilbok-vinnustadir.inna.is og fær Menntamálastofnun umsóknina til afgreiðslu.
Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila
Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Sjá nánari upplýsingar ferilbók
Nánari upplýsingar veitir Unnur Ása Atladóttir, sviðsstjóri starfsnámsbrauta, unnur.asa.atladottir@vma.is.