Upplýsingar um umsóknir/innritun
Innritun á haustönn 2025
Upplýsingar um innritun á haustönn 2025:
Innritun eldri nema: 14.03.2025 - 26.05.2025
Innritun á starfsbrautir: 01.02.2025 - 28.02.2025
Innritun nýnema: 25.04.2025 - 10.06.2025
Hér er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um innritun
Almennar upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þegar búið er að opna fyrir umsóknir er hægt að sækja um og skoða stöðu umsókna á sama vef.
Sótt er um nám í VMA í gegnum innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu hér. Hægt að óska eftir aðstoð frá sviðsstjórum brauta og námsráðgjöfum skólans.
Umsækjendur um undirbúningsnám fyrir búfræði í LbhÍ sækja um á náttúruvísindabraut (NÁB) en skrifa búfræði í athugasemd.
Nám í boði á vorönn 2025
Inntökuskilyrði nýnema
Alla jafna þarf að ljúka kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri til að komast í iðnnám, starfsnám og á námsbrautir til stúdentsprófs.
Inntökuskilyrði á iðnnáms-, starfsnáms- og stúdentsprófsbrautir er C í ensku, íslensku og stærðfræði.
Enska |
Íslenska |
Stærðfræði |
|
1.þrep - Grunnur 1 |
* eða D |
* eða D |
* eða D |
1.þrep - Grunnur 2 |
C |
C |
C |
2.þrep |
C+, B eða A |
C+, B eða A |
C+, B eða A |
Ef kemur til fjöldatakmarkana við innritun á brautir eða í áfanga, mun skólinn fyrst og fremst hafa til hliðsjónar árangur í kjarnagreinum, skyldum greinum, umsagnir úr grunnskóla og ástundun.
Hér má sjá í hvaða röð áfangar í stærðfræði, íslensku og ensku raðast miðað við grunnskóla einkunn
Stærðfræði - yfirlit |
Íslenska - yfirlit |
Enska - yfirlit |
Nánari upplýsingar um innritun má sjá á síðunni innritun.is
Innritun úr 9.bekk
Athygli er vakin á auglýsingu um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Breytingarnar varða brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Í auglýsingu nr. 894/2016, sem birt var í Stjórnartíðindum 31. október 2016, staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Meginbreytingin lýtur að því að ef niðurstöður samræmdra könnunarprófa sýna að nemandi í 9. bekk hefur sýnt framúrskarandi (A) eða góða hæfni (B) samkvæmt hæfnikröfum 10. bekkjar og náð framúrskarandi árangri í öðrum greinum geta foreldrar óskað eftir því við skólastjóra grunnskóla að barn þeirra sé útskrifað úr grunnskóla áður en tíu ára skyldunámi er lokið. Sjá nánari í frétt á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Nánari upplýsingar hér.
Almenn inntökuskilyrði
Eftirfarandi reglur gilda um inntöku nemenda í Verkmenntaskólann á Akureyri.
- Nemandi, sem lokið hefur námi í grunnskóla eða hlotið aðra jafngilda menntun, á rétt á að hefja nám í Verkmenntaskólanum að fullnægðum kröfum um starfsþjálfun þar sem hennar er krafist
- Umsækjandi sem orðinn er 18 ára getur hafið nám í skólanum þótt hann hafi ekki lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi.
- Nemendur með lögheimili í sveitarfélögum sem eiga aðild að skólanum hafa alla jafna forgang um skólavist.
- Nemendur sem búa utan þessa svæðis og óska að stunda nám sem ekki er í boði í heimabyggð þeirra hafa jafnan rétt og heimamenn.
Mat á námi úr öðrum skólum
Ef nemandi flyst á milli skóla, halda þeir áfangar einkunn sinni sem hann flytur með sér, samræmist þeir námskrá Verkmenntaskólans. Aðra áfanga má meta sem valgreinar. Nemandi skal hvorki hagnast né tapa á því að flytja á milli skóla, falli fyrra nám að því námskerfi sem Verkmenntaskólinn býður.
Innritunargjöld
Öllum nemendum skólans ber að greiða innritunargjald og er greiðsla þess forsenda fyrir því að þeir fái að stunda nám við skólann. Innheimta þessara gjalda fer fram í júní fyrir haustönn og í nóvember fyrir vorönn. Greiðsla innritunargjalda er staðfesting á að nemandinn ætli að nýta sér skólavistina, sé greitt eftir eindaga hækkar innritunargjaldið skv. ákvörðun skólanefndar.
Gjöld í fjarkennslu og meistaranámi eru með öðrum hætti og þurfa nemendur þar að standa undir þriðjungi kennslukostnaðar.
Heimavist
Nemendur sem óska eftir að búa á heimavist þurfa að sækja um það sérstaklega. Sameiginleg heimasvist VMA og MA er í göngufæri frá skólanum. Hér er hægt að fá upplýingar um heimavistina.