Fara í efni

IÐNR2VÞ04 - Iðnreikningur fyrir verlsunarþjóna

Iðnreikningur fyrir verslunarþjóna

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um hlutareikning með breytiþáttum og ýmsa þætti vaxtareiknings. Unnið er með hagnýt dæmi úr faginu svo sem launaútreikninga, vinnuáætlanir, kostnaðarútreikninga, uppgjör á virðisaukaskatti og fleira. Fjallað er um verðmyndun vöru og útreikninga á útsöluverði. Nemendur fá þjálfun í notkun hlutareiknings og breytiþátta, t.d. þegar unnið er með uppskriftir.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi verðlagningar, rýrnunar og nýtingar hráefnisins fyrir viðskiptavininn,
  • áhrifum rýrnunar og úrvinnslu hráefnis á rekstrarforsendur fyrirtækja og skilji mikilvægi þess að fyrirtækið geti hámarkað söluverð hverju sinni,
  • grundvallaratriðum verðmyndunnar og útreikninga þar að lútandi.

Leikniviðmið

  • umreikna magn í uppskriftum (stækka þær eða minnka) miðað við breytilegar forsendur viðskiptavina,
  • uppreikna kostnaðarverð á hráefni til lækkunar eða hækkunar í samræmi við magn þess,
  • nota töflureikni við gerð áætlana og við útreikninga og breytingar á uppskriftum,
  • kostnaðargreina uppskriftir með ólíkum hráefnum og mismunandi samsetningu hráefna.

Hæfnisviðmið

  • leiðbeina, ráðleggja og sannfæra viðskiptavin af fagþekkingu um hvaða hráefni henti hverju sinni með tilliti til rýrnunar,
  • ráðleggja og reikna út það magn sem hentar miðað við ólíkar þarfir viðskiptavina m.a. eftir fjölda þeirra, aldri og aðstæðum,
  • reikna út og áætla helstu þætti vörukostnaðar s.s. kostnaðarverð, álagningu, virðisaukaskatt og söluverð.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?