MATR2VÞ07 - Matreiðsla fyrir verslunarþjóna
Matreiðsla fyrir verslunarþjóna
Einingafjöldi: 7
Þrep: 2
Þrep: 2
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir matreiðslu sem faggrein. Áhersla er lögð á sígildar undirstöðuaðferðir s.s. skurð og meðferð á: grænmeti, ávöxtum, fiski, kjöti, kornvöru og baunum. Nemendur læra að nota allar helstu matreiðsluaðferðir og soð, súpu og sósugerð. Einnig verður fjallað um helstu bakstursaðferðir og hráefni til baksturs.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi þess að velja gott hráefni til matargerðar og baksturs,
- helstu matreiðsluaðferðum,
- fjölbreytilegu hráefni til matargerðar,
- þeim matvörum sem verið er að bjóða viðskiptavinum,
- heppilegri samsetningu við val á matvörum,
- varðveislu ferskleika og næringarefna matvæla,
- umgengni um matvæla í kæli og frystiborðum,
- þeirri ábyrgð sem felst í því að vinna með fjölbreyttar matvörur,
- þeirri ábyrgð felst í því að vera neytandi.
Leikniviðmið
- matreiða og baka úr öllu algengu hráefni og beita öllum helstu matreiðslu og bakstursaðferðum,
- velja viðeigandi matreiðslu- eða bakstursaðferð og breyta þeim,
- velja viðeigandi hráefni fyrir tiltekið verkefni og áætla magn,
- leiðabeina um val á hráefni í takt við þarfir viðskiptavina,
- meðhöndla matvörur af faglegu öryggi á afgreiðslustað,
- afla sér upplýsinga um nýjungar í matreiðslu og bakstri,
- áætla hráefnismagn fyrir tiltekið verkefni og velja saman grunnhráefni og viðeigandi meðlæti.
Hæfnisviðmið
- meðhöndla allt algengt hráefni til matargerðar,
- útbúa fjölbreytta rétti og ráðleggja viðskiptavinum um val á hráefni til matargerðar,