Fara í efni

NÆRI2VÞ05 - Næringarfræði fyrir verslunarþjóna

Næringarfræði fyrir verslunarþjóna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir næringarfræðina sem fræðigrein og fái þannig innsýn í hlutverk og gildi næringarefna fæðunnar. Sérstök áhersla er lögð á orkuefnin, virkni vítamína og steinefna, aukaefni í mat og óþolsvalda. Einnig verður fjallað um mataræði innan mismunandi trúarbragða, svo nemendur geti nýtt sér þá þekkingu í verkefnavinnu.

Þekkingarviðmið

  • þeim matvörum sem verið er að bjóða viðskiptavinum,
  • þeim næringarefnum sem einkenna helstu fæðuflokka,
  • fæðuvali innan mismunandi trúarbragða,
  • þeim flokkum aukaefna sem notuð eru í matvælum,
  • samsetningu hráefnis við val á matvörum,
  • varðveislu ferskleika og næringarefna matvæla,
  • umgengni um matvæli kæli og frystiborðum,
  • mikilvægi þess að velja hráefni í samræmi við það sem viðskiptavinurinn þarfnast,
  • meðhöndlun matvöru af faglegu öryggi á afgreiðslustað,
  • þeirri ábyrgð sem fylgir því að meðhöndla fjölbreyttar matvörur,
  • þeirri ábyrgð sem fólgin er í því að vera seljandi matvöru.

Leikniviðmið

  • veita viðskiptavinum réttar upplýsingar um næringargildi og hollustu matvara,
  • gefa réttar upplýsingar um virkni efna í fæðutegundum,
  • greina mismun ólíkara fæðutegunda og innihaldsefna í matvörum,
  • afla sér upplýsing um nýjungar á matvælamarkaði, útskýra innihald samsettra og tilbúinna matvara og um notagildi ólíkra fæðutegund við mismunandi tækifæri,
  • reikna út næringargildi ólíkra fæðutegunda og tilbúinna rétta sem seldir eru í verslunum,
  • setja upp viðmiðunarmatseðla með hliðsjón af mismunandi þörfum viðskiptavina,
  • gefa ráð varðandi fæðu með hliðsjón af þörfum mismunandi trúarbragða,
  • koma upplýsingum um matvöru á framfæri á einfaldan og augljósan máta.

Hæfnisviðmið

  • vera í senn leiðbeinandi og þjónandi í matvöruverslunum við afgreiðslu matvara,
  • kynna sér nýjungar í næringarfæði á hverjum tíma,
  • miðla þekkingu sinni til viðskiptavina,
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?