Fara í efni

SVIÐ2ÚT07 - Tæknigrunnur 1 - Útlitshönnun

útlitshönnun

Einingafjöldi: 7
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur hafi lokið 60 einingum á listnáms- eða hársnyrtibraut.
Í áfanganum er lagður tæknilegur grunnur að sköpun heildarútlits persónu fyrir sviðs-listaverk. Kennsla fer fram á hársnyrtibraut og á hönnunar- og textílkjörsviði listnámsbrautar. Fagkennari á hársnyrtibraut kennir grunntækni við hárkollugerð, gerð gerviskeggs- og barta svo og undirstöðuatriði í leikhúsförðun. Einnig eru kenndar aðferðir við að vinna gervieyru, vörtur, sár og gervinef. Fagkennari á hönnunar- og textílkjörsviði gefur innsýn í búningahönnun með áherslu á markvissa hugmyndavinnu út frá ákveðnum kveikjum og fjallar um þýðingu þess fyrir sviðsverk að gera persónuleika skil í gegnum sjónræna heild. Unnið er út frá ákveðnu stíltímabili eða út frá frjálsri sköpun og fjallað um mismunandi efnisval, litasamsetningar, snið og form. Í áfanganum eru undirstöðuatriði í áætlanagerð, varðandi undirbúning og framkvæmd útlitshönnunar, kynnt og áhersla lögð á mikilvægi þess að aðskilja sérhvern verkhluta frá heild, greina hvern hluta fyrir sig og raða þeim síðan aftur saman í heildstæða mynd.

Þekkingarviðmið

  • Þýðingu þess fyrir sviðsverk að gera persónuleika skil í gegnum sjónræna heild,
  • undirstöðuatriðum í gerva-og útlitshönnun fyrir sviðslistaverk,
  • skipulagningu verkferla við útlitshönnun,
  • þýðingu opinnar og leitandi hugsunar við útlitshönnun fyrir sviðsverk.

Leikniviðmið

  • Beita hagnýtum aðferðum við að skapa heildarútlit persónu fyrir sviðslistaverk,
  • draga fram persónuleika með leikhúsförðun og búningum,
  • aðstoða við að vinna hárkollur, gerviskegg -og barta, gervieyru, nef sem hluta af persónusköpun,
  • vinna markvissa hugmyndavinnu við sköpun heildarútlits.

Hæfnisviðmið

  • Aðstoða við útlitshönnun í leikhúsi eða fyrir önnur sviðslistaverk,
  • skapa heildarútlit fyrir ákveðinn karakter, bæði úr frá frjálsri sköpun eða “fantasiu” og út frá fyrirframgefnum forsendum
  • vinna að hönnun og/eða vinnslu búninga, gerva, förðunar og annarra útlitslegra þátta fyrir áhugaleikhús eða önnur sviðsverk unnin af áhugamönnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?