SVIÐ2SY07 - Tæknigrunnur 2 - Sviðsmynd
Sviðsmynd
Einingafjöldi: 7
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur hafi lokið 60 eininga námi á listanáms-, rafiðn- eða tréiðnbraut.
Þrep: 2
Forkröfur: Nemendur hafi lokið 60 eininga námi á listanáms-, rafiðn- eða tréiðnbraut.
Í áfanganum er lagður grunnur að þeirri tækniþekkingu sem tengist sviðsmynd og varðar m.a. vinnu með ljós, hljóð og leikmynd. Gefin er innsýn í þá margvíslegu tækniþætti sem liggja að baki uppsetningu á sviðsverki. Annarsvegar er fjallað um ákveðna grunnþætti varðandi lýsingu og hljóðvinnslu og hinsvegar um hönnun og smíði sviðsmyndar.
Fjallað er um þau tæki sem notuð eru í sviðsverkum s.s. ljósaborð, kastara, hljóðnema, hljóðblöndun, hátalara, skjávarpa og tölvubúnað. Fjallað er um mikilvægi góðrar umgengni um tæki og búnað og þær varúðarráðstafanir sem hafa ber í huga við meðferð raftækja. Fagkennari af rafiðnbraut annast þennan þátt námsins. Fagkennari af sviðslistabraut leiðir nemendur í hugmyndavinnu fyrir sviðsmynd og vinnslu módels eftir hugmynd þeirra. Skoðaðir eru mismunandi möguleikar í vinnu með rými og leiðir til að skapa verkinu umgjörð sem styður við innihald þess og boðskap. Í samvinnu við fagkennara af trésmíðabraut er fjallað um frekari útfærslu á hugmyndum nemenda s.s. heppilegan efnivið og aðferðir við byggingu sviðsmyndar.
Þekkingarviðmið
- Margvíslegum tæknimöguleikum í tengslum við uppsetningu og keyrslu sviðslistaverks eða viðburðar,
- verklagsreglum og varúðarráðstöfunum í tengslum við notkun á ljósa- og hljóðbúnaði og öðrum tæknibúnaði sem tengist sviðshönnun,
- mikilvægi þess að skipuleggja vel alla tæknilega útfærslu og notkun tækjabúnaðar við uppsetningu sviðslistarverks,
- möguleikum rýmisins til að skapa sviðsverki umgjörð sem styður við innihald þess og boðskap,
- margvíslegum efnivið og aðferðum sem nota má við smíði leikmyndar.
Leikniviðmið
- Meðhöndla tæknibúnað sem tengist sviðslistum af öryggi,
- setja fram hugmyndir um tæknilega útfærslu og smíði sviðsmyndar,
- gera módel að sviðsmynd,
- nota ljósa- og hljóðbúnað í listrænu samhengi.
Hæfnisviðmið
- Aðstoða við vinnslu sviðsmyndar, lýsingar eða hljóðs í leikhúsi, í tengslum við önnur sviðslistaverk eða viðburði,
- starfa við sviðshönnun/vinnslu með leikfélagi VMA,Yggdrasil eða við aðra viðburði í skólanum eða hjá öðrum áhugafélögum,
- umgangast ljósabúnað, ljósaborð og annan tæknibúnað í tengslum við sviðsverk og aðra viðburði af þekkingu.