Fara í efni

LSAG2SL03 - Samtímalistasaga

Samtímalistasaga

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: SSVL1LG03
Í áfanganum er fjallað um listasögu vesturlanda frá 1945 til dagsins í dag og forsendur sjónlista kannaðar. Fjallað verður um stöðu sjónlista í samtímanum og þær hræringar, hugmyndir og stílbrigði sem einkenna tímabilið, en samruni ýmissa listforma varð áberandi á tímabilinu. Í því samhengi er fjallað um hugtakið sviðslistir og áhrif hugmynda listamanna 20. aldarinnar á sviðslistir samtímans könnuð. Nemendur rannsaka birtingarmynd listarinnar í samhengi við tíðaranda samfélagsins s.s. með hliðsjón af stjórnarfari, fjölmiðlun, lífsgæðum, hagsmunum einstakra hópa, tísku, hefðum, hugmyndafræði og heimsmynd.

Þekkingarviðmið

  • Helstu stílbrigðum sjónlista frá 1945 til dagsins í dag og þeirri hugtakanotkun sem beitt er í umfjöllun um þær,
  • verkum leiðandi listamanna á tímabilinu og hugmyndum þeirra,
  • sögulegum, þjóðfélagslegum og hugmyndafræðilegum forsendum listsköpunar á tímabilinu,
  • þeim fjölbreytileika í listsköpun sem einkennir tímabilið, þeim nýju miðlum sem listamenn nota til að koma hugmyndum sínum á framfæri og þeim þáttum sem liggja til grundvallar þessari margbreytni,
  • tengslum sjónlista og sviðslista í víðu samhengi,
  • á hlutverki listarinnar í mannkynssögunni.

Leikniviðmið

  • Greina samtíma myndverk með tilliti til aðferðar, stíls, uppbyggingar, tjáningar listamannsins og eigin túlkunar,
  • afla sér þekkingar og heimilda um viðfangsefni sín eftir margvíslegum leiðum,
  • greina verk og hugmyndir listamanna samtímans og setja í sögulegt samhengi,
  • setja niðurstöður sínar fram á skilmerkilegan hátt með fjölbreyttum aðferðum.

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í gagnrýninni og greinandi umræðu um samtímalist með vísun í hugmyndir, kenningar og verk listamanna sem og fræðimanna tímabilsins,
  • vinna kynningarefni um listamenn, verk þeirra, hugmyndir, áhrifavalda og sögulegt samhengi á fræðilegan og listrænan hátt,
  • vera læs á myndmál samtímalistarinnar,
  • njóta verka samtímalistamanna,
  • miðla hugmyndum samtímalistamanna til annarra,
  • vinna að eigin verkum með tilfinningu og virðingu fyrir sögulegu samhengi,
  • varpa ljósi á samtímann eins og hann birtist í spegli listarinnar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?