INNS3RÝ05 - Innsetningarverk, gjörningar og samsetningaraðferð í leikhúsi
Rými
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Í áfanganum er unnið með rýmið sem myndflöt. Skoðað er hvernig yfirfæra má grunnþætti sjónlistaáfanganna um tvívíða myndbyggingu, - teikningu, línu, punkt, flöt, form, lit, hlutföll og fjarlægðir, yfir í rými og hvernig þeir birtast í vinnu með líkama og rödd. Unnin eru innsetningarverk, gjörningar og verk sem byggja á samsettum aðferðum eða “deviced leihúsi” og skoðað hvernig „teikna” má mynd í rými með t.d. ljósi, hljóði, líkama, rödd og hreyfingu. Gerðar verða tilraunir með samspil rýmis og tíma og mismunandi skynjun á samspili þessara þátta. Skoðaður er munurinn á rýmisverkum án upphafs eða endis, verkum sem byggja á upphafi, atburðarás og endi og á þátttökuverkefnum. Áhersla er lögð á hugmyndavinnu og hverskyns skráningu á hugmyndaferli og niðurstöðum. Þá er einnig lögð áhersla mikilvægi þess nemandinn geta þróað heildstætt verk út frá „kroti” eða „spuna” þar sem ekki er unnið út frá fyrirfram gefinni hugmynd en hugmyndin þess í stað látin fæðast í gegnum framkvæmd og leik. Hugtök: Litur - form - lína - tími - krot - spuni - rýmisskynjun - rýmið sem myndflötur - tvívið mynd - þrívið mynd - kyrr mynd - hreyfimynd - hljóðmynd - gagnvirkni - ljósskúlptúr - hljóðskúlptúr – samsettar aðferðir.
Þekkingarviðmið
- Þeim lögmálum sem liggja til grundvallar hverskyns vinnu með rými,
- hvernig sömu lögmál gilda um myndbyggingu í tvívíðri mynd og í myndbyggingu í rými,
- hlutverki innsetningarverka, gjörninga og samsettra aðferða í samtímanum,
- snertiflötum margvíslegra listmiðla,
- ólíkum leiðum til þess að koma hugmyndum yfir í birtingarform,
- verkum listamanna sem vinna með rými,
- hlutverki tímahugtaksins í rýmisverkum.
Leikniviðmið
- Koma hugmyndum sínum á framfæri í formi innsetningarverka og gjörninga og með samsettum aðferðum,
- vinna skapandi hugmyndavinnu fyrir rýmisverk, bæði sem einstaklingur og í samstarfi við aðra,
- nýta margvíslega miðla í vinnu með rými s.s. ljós, hljóð, myndbönd og líkamlega tjáningu,
- kynna og fjalla um eigin verk og annarra af öryggi og innsæi,
- skapa rýmisverk byggð á kveikju að eigin vali og út frá fyrirfram gefnum forsendum,
- taka markvissar ákvarðanir um útfærslu út frá á listrænni rannsókn,
- þróa rýmisverk út frá „kroti” eða „spuna”.
Hæfnisviðmið
- Skapa innsetningarverk, gjörninga og samsett (deviced) verk,
- taka þátt í fræðilegri umræðu um samtímalist,
- taka þátt í sviðslistaverkum sem byggja á samsettum aðferðum,
- vinna greinargerðir um verk sín og annarra af innsæi,
- taka þátt í gagnrýninni umræðu um eigin verk og annarra,
- vinna með grunnþætti myndbyggingar í rými og í tengslum við tímahugtakið.