Fara í efni

ENSK2RM05 - Ritun, málnotkun og bókmenntir

Ritun, bókmenntir, málnotkun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2LS05 eða sambærilegur áfangi á 2. þrepi.
Áhersla er lögð á að nemandinn verði vel læs á flóknari texta en í undanförum og geti tjáð hugsun sína skýrt og rökstutt hana í ræðu og riti. Áhersla er lögð á lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemandinn vinnur sjálfstætt að viðameiri ritunarverkefnum svo sem rökfærsluritgerð eftir hefðbundinni uppsetningu og kynningum á þematengdu efni sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni og af neti. Lestur og túlkun bókmenntaverka.

Þekkingarviðmið

  • helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
  • orðaforða til markvissrar notkunar í námi
  • túlkun bókmenntaverka
  • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
  • dýpri merkingu texta

Leikniviðmið

  • lesa margs konar texta, bæði fræðilega og bókmenntalega, sér til gagns og ánægju
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • tjá sig skýrt, munnlega og skriflega, um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • rita rökfærsluritgerð samkvæmt hefðbundnum aðferðum

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrýni á viðeigandi hátt
  • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óundirbúnum spurningum og athugasemdum
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt fyrir áheyrendum
  • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?