ENSK3TT05 - Tæknienska
málnotkun í tæknigreinum, orðaforði, talað mál
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði tækniorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast tækni og framleiðsluferli. Einnig eru nemendur þjálfaðir í töluðu máli, bæði með umræðum og formlegum fyrirlestrum.
Þekkingarviðmið
- enskum orðaforða og hugtökum sem tengjast tækni og framleiðsluferlum
- orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
- siðfræði tæknigreina, til dæmis umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð
- mismunandi málsniði enskrar tungu
Leikniviðmið
- lesa sér til gagns fræðilegar greinar um efni tengd tækni og framleiðslu
- skilja talað mál sem fjallar um tækni, til dæmis fyrirlestra
- að taka virkan þátt í samræðum um tæknileg málefni
- tjá sig munnlega, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengjast tækni og framleiðslu sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
- skrifa ýmiss konar texta sem tengist tækni, meðal annars útdrætti, skýrslur og rannsóknarritgerðir
- beita málinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins
- þýða texta sem fjalla um tæknileg efni
- skrifa útdrætti úr tæknigreinum
Hæfnisviðmið
- skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna sem fjalla um tæknileg efni
- tileinka sér efni ritaðs texta sem tengist tækni og nýta á mismunandi hátt
- taka þátt í umræðum og færa rök fyrir máli sínu um tæknileg málefni
- tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt um málefni sem tengjast tækni og framleiðsluferlum
- skrifa texta um efni sem tengist tækni og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við
- nýta sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna
- geta lagt gagnrýnið mat á texta
- nýta sér fræðitexta og meta gildi heimilda