ENSK3SS05 - Shakespeare og bókmenntir
Shakespeare, kvikmyndir, ritun, skáldsögur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Unnið verður áfram með þá færni sem nemandinn hefur tileinkað sér og lögð áhersla á alla færniþætti í náminu. Markvisst verður unnið með bókmenntahugtök með það fyrir augum að nemandinn geti tjáð sig um bókmenntir á markvissan hátt. Leikrit eftir William Shakespeare lesið og greint ásamt skáldsögu frá 19. eða 20. öld. Einnig verður horft á kvikmyndir byggðar á viðkomandi bókmenntaverkum. Samfélagsmynd þessara tímabila verður skoðuð í tengslum við efnið. Mikil áhersla lögð á enskt talmál.
Þekkingarviðmið
- enskri tungu og þróun hennar frá fyrri tímabilum
- ólíkum viðhorfum og samfélagsgildum fyrri alda og hvernig þau hafa breyst í tímans rás
- mismunandi stefnum og straumum í leikrita- og skáldsagnagerð fyrri tíma
- helstu hugtökum í bókmenntafræði
Leikniviðmið
- lesa sér til fræðslu og ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð í klassískum bókmenntaverkum
- greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í bókmenntatextum
- leggja gagnrýnið mat á texta, listrænt gildi hans og mismunandi stílbrögð höfunda
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni menningarlegs eðlis
- átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
Hæfnisviðmið
- beita málinu af lipurð og kunnáttu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg og félagsleg umfjöllunarefni í bókmenntum,
- flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð,
- draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum