ÍSLE3BB05 - Börn og bækur
barnabókmenntir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Í áfanganum er áhersla á mikilvægi lestrar og barnabókmennta, fyrir börn á öllum aldri. Nemendur kynnast ýmsum tegundum bóka og annars efnis fyrir börn og unglinga. Einnig verður farið yfir sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabóka, rætt um mál- og menningarheim og málþroska barna. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau. Nemendur greina og meta margskonar barna- og unglingabækur og fræðigreinar er varða alla þætti áfangans. Þeir gera grein fyrir skoðunum sínum, munnlega og skriflega þar sem reynir á frumkvæði, sköpunarhæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist einir eða með öðrum.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi lestrar fyrir mál- og málþroska barna
- sögu íslenskra barnabókmennta
- mismunandi tegundum barnabókmennta og helstu höfundum
- hvað einkennir vandaðar og óvandaðar barnabækur
- tengslum íslenskra barnabókmennta við menningu hvers tíma
- hugmyndafræði og viðhorfum sem birtast í barnabókmenntum
- heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu
- mismunandi stíl og orðaforða í barnabókum
Leikniviðmið
- lesa og greina barnabókmenntir af ýmsu tagi
- beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
- skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn sem birtast í barnabókmenntum
- meta ólíkar tegundir texta og efnis sem ætlað er börnum
- draga saman og nota á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
- ganga frá heimildaverkefnum og nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra til betrumbóta
- flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
Hæfnisviðmið
- átta sig á mikilvægi vandaðra barna- og unglingabóka
- átta sig á gildi lestrar fyrir málþroska barna
- velja og meta á gagnrýninn hátt efni ætlað börnum
- taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
- draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
- átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
- beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
- velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
- vinna skapandi verkefni að eigin vali í tengslum við námsefnið