Fara í efni

ÍSLE3ÞH05 - Þjóðfræði

þjóðháttafræði, þjóðlífsfræði, þjóðsagnafræði og hversdagsmenning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Í þessum áfanga verður farið í grunnþætti þjóðfræða. Greinin er kynnt og farið yfir hvað einkennir hana og hver eru þau lykilhugtök sem tengjast efninu um leið og ólíkir þættir menningarinnar eru kynntir (t.d. sögur, hátíðir, leikir, dansar, hlutir, hópar, texti, hegðun, munnleg geymd, ólíkar tegundir flutnings). Íslenskir þjóðhættir eru skoðaðir. Lesnar þjóðsögur og farið yfir kenningar þjóðsagnafræða. Hversdagsmenning nútíðar og fortíðar er skoðuð og áhrif hennar á tungumál og lífshætti. Rýnt er í nútímann með augum þjóðlífsfræða og metið hvernig hægt er að nota ólíka miðla og texta til að koma merkingu á framfæri á ólíka vegu. Farið yfir aðferðafræði og siðferðileg álitaefni við söfnun þjóðfræðiefnis. Í vinnu og verkefnum áfangans reynir á kunnáttu í heimildavinnu, frumkvæði, sjálfstæð og skapandi vinnubrögð, gagnrýna hugsun, umburðarlyndi og virðingu fyrir skoðunum annarra.

Þekkingarviðmið

  • lykilhugtökum og grunnþáttum þjóðfræða
  • munnlegri geymd
  • mismunandi tegundum texta og ólíkri miðlun þeirra, áhrifum og túlkun
  • áhrifum hversdagsmenningar m.a. á lifnaðarhætti og tungutak
  • íslenskri menningu, úr hverju hún sprettur og tengslum hennar við útlönd
  • þjóðsagnafræðum
  • hugmyndafræði og viðhorfum fólks á ólíkum tímum
  • heimildanotkun í tengslum við verkefnavinnu
  • orðaforða sem þarf til að lesa í ólíkar heimildir (munnlegar, myndrænar, ritaðar, o.fl.)

Leikniviðmið

  • lesa og greina ýmis konar texta frá ólíkum tímum og á ólíku formi sér til gagns og geta fjallað um inntak þeirra í ræðu og riti
  • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
  • skilja og geta nýtt helstu kenningar og hugtök í þjóðfræði
  • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
  • vinna verkefni af ýmsu tagi og nýta sér uppbyggilega gagnrýni
  • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum

Hæfnisviðmið

  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
  • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
  • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?